Dýravísur
Dýravísur er lítið tónleikhús sem skapað er úr söngtónlist Jónasar Ingimundarsonar. Verkefnið varð til í samstarfi Kammeróperunnar við leikstjórann David Chocron fyrir BIG BANG, tónlistarhátíð fyrir börn, í Hörpu árið 2023. Í gegnum tónlistina kynnast börnin íslenskum fuglum og hestum en þau eru líkt og mannfólkið að bíða eftir sumrinu. Þegar það svo loksins kemur flýgur það hjá áður en við vitum af. Verkefnið er skapað til þess að gleðja en sama tíma fræða börn um náttúruna. Sýningin hlaut styrk frá Sviðslistasjóði 2023 til þess að heimsækja leikskóla á Höfuðborgarsvæðinu. Viðtökur hafa verið með eindæmum góðar og stefnum við á að heimsækja fleiri leikskóla á næsta ári.
Flytjendur:
Eggert Reginn Kjartansson - tenór
Jóna G. Kolbrúnardóttir - sópran
Kristín Sveinsdóttir - mezzósópran
Unnsteinn Árnason - bassi
Þóra Kristín Gunnarsdóttir- píanó
David Chocron - leikstjórn
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir - textahöfundur
Sólveig Spilliaert - búningar