JAFNRÉTTIS- OG MANNRÉTTINDASTEFNA KAMMERÓPERUNNAR
Hluti þess að stuðla að sjálfbæru samfélagi er að gæta að jöfnum rétti fólks og mannréttindum þeirra. Kammeróperan leggur áherslu á jöfn tækifæri og jafnræði í launum listamanna, bætt aðgengi allra að óperulistforminu og að starfsemi félagsins ýti ekki undir skaðlegar staðalímyndir heldur fagni fjölbreytileikanum. Kammeróperan hefur ávallt lagt sig fram um að ekkert kyn sé í stórum meirihluti í listrænum teymum og flytjendahópi, hvorki meðal söngvara né í hljómsveit.
Kammeróperan hefur eftirfarandi atriði að leiðarljósi í starfsemi sinni:
Að gera óperusýningar aðgengilegar fyrir allskonar börn og fólk. Að vinna gegn þeirri þróun að litið sé á óperu sem listform sem aðeins afmarkaður hópur samfélagsins hefur aðgang að.
Að tryggja gott aðgengi að sýningum og hafa upplýsingar um aðgengi sýnilegt í miðasölu og auglýsingu viðburða.
Að fara með vandaðar sýningar í leikskóla og grunnskóla til að öll börn fái að njóta listarinnar, óháð stöðu þeirra.
Að passa að ýta ekki undir skaðlegar staðalímyndir í verkum okkar.
Að fagna fjölbreytileika bæði í listamannahópnum og í þeim hlutverkum sem koma fram í sýningum okkar.
Kammeróperan skuldbindur sig til að tryggja jöfn laun og kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kyni, kynhneigð, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningu þannig að enginn launamunur sé til staðar sem ekki byggir á málefnalegum rökstuðningi.