Kammerkvartettinn er klassískur söngkvartett sem hefur verið starfandi síðan haustið 2021. Kvartettinn samanstendur af  Jónu G. Kolbrúnardóttur sópran, Kristínu Sveinsdóttur mezzósópran, Eggert Regin Kjartanssyni tenór og Unnsteini Árnasyni bassa. Þau byrj­uðu ung að koma fram saman í Lang­holts­kirkju undir stjórn Jóns Stef­áns­sonar og síðan lá leið þeirra allra til Vín­ar­borgar í söng­nám. Nú eru þau öll búsett hér­lendis eftir nám. 

Kammerkvartettinn hefur nú þegar komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Þau komu fram við Helgistund með Biskupi Íslands sem sýnd var á RÚV á aðfangadagskvöld 2021, stóðu fyrir vel sóttum ljóðatónleikum í Sigurjónssafni í febrúar 2022 og sungu á Sumarhátíð í Skálholti svo eitthvað sé nefnt.

Hægt er að bóka Kammerkvartettinn við öll tilefni svo sem skírnir, brúðkaup, jarðarfarir, aðventusöng fyrir fyrirtæki eða almennt tónleikahald.

Ekki hika við að hafa samband með hverslags fyrirspurnir.

Kammerkvartettinn