Kamm­eróperan er nýstofnað tón­list­ar­fé­lag á Íslandi. Mark­mið Kamm­eróp­er­unnar er að auka framboð á smærri óperu­sýningum, gera upp­lifun áhorf­enda óform­legri en tíðkast hefur og óperu aðgengi­legri fyrir breiðari áheyrendahóp hérlendis. 

Stofn­endur Kamm­eróp­er­unnar eru Egg­ert Reg­inn Kjart­ans­son, Jóna G. Kol­brún­ar­dóttir, Kristín Sveins­dóttir og Unn­steinn Árna­son. Öll stunduðu þau nám í klassískum söng í Vínarborg en eru nú búsett hérlendis og vilja taka virkan þátt í að efla óperu­list­formið á Íslandi.

Fyrsta óperuuppfærsla Kammeróperunnar var Óperukvöldverður í Iðnó - Così fan tutte eftir Mozart í október 2022. Sýningin hlaut mikið lof áheyrenda og seldist upp á bæði kvöldin. Aukasýningar voru haldnar í Gamla bíó í febrúar 2023 og seldist einnig upp á bæði kvöldin.

Önnur uppfærsla Kammeróperunnar var Ævintýraóperan Hans og Gréta í leikstjórn Guðmundar Felixsonar í nýrri íslenskri þýðingu Bjarna Thors. Sýningin fékk 4 1/2 stjörnu í Morgunblaðinu sem og 2 Grímu tilnefningar: barnasýningu ársins og söngvari ársins (Eggert R. Kjartansson).

Kammeróperan fékk Grímuna 2023 fyrir “Sprota ársins” ásamt öðrum verkefnum sem tilheyra óperugrasrótinni.

Kammeróperan