UMHVERFISSTEFNA KAMMERÓPERUNNAR

Kammeróperan er staðráðin í því að tillit sé tekið til umhverfis, náttúru og loftslags í starfsemi félagsins. Við teljum að sameiginlegt átak, þvert á samfélagið, sé nauðsynlegt til að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þá er lykilatriði að allt fólk í ábyrgðarstöðu líti í eigin barm og spyrji sig hvað það geti gert til að stuðla að sjálfbærara samfélagi. 


Kammeróperan hefur eftirfarandi atriði að leiðarljósi í starfsemi sinni:

  • Að endurnýta efnivið eftir fremsta megni í sköpun leikmyndar og búninga. 

  • Að flestir listamenn og þátttakendur sýninga séu búsettir í nálægð við verkefnið til að sporna við óþarfa flugferðum og ferðalögum.

  • Að sem minnstur úrgangur verði til við sýningar, verkefni og rekstur Kammeróperunnar.

  • Að útprentað efni sé í lágmarki. Sem dæmi höfum við skipt út hefðbundnum efnisskrám út fyrir eigulegan einblöðung með QR-kóða sem leiðir fólk áfram að ítarlegri upplýsingum á heimasíðu Kammeróperunnar. Jafnframt er öll prentun okkar með umhverfisvænum hætti og Svansvottuð.

  • Að efla meðvitund og gagnrýna hugsun þáttakenda og sýningargesta varðandi náttúruna og umhverfið og að hafa umhverfis- og sjálfbærnistefnu Kammeróperunnar sýnilega á heimasíðu félagsins.