Così fan tutte
Óperukvöldverður í Gamla bíó - Così fan tutte eftir Mozart var fyrsta óperuuppfærsla Kammeróperunnar. Sýningin bauð upp á einstaka kvöldstund fyrir áheyrendur þar sem þau fengu þriggja rétta kvöldverð á vegum Gamla bíó og hlýddu í leiðinni á frjálslegan og skemmtilegan flutning á óperunni Così fan tutte. Óperan var flutt í íslenskri þýðingu í fyrsta sinn. Það er trú okkar að þegar óperuverk eru flutt á móðurmáli flestra áheyrenda og flytjenda að upplifun þeirra á verkinu verði áhrifameiri og ánægjulegri.
Þegar áheyrendur mættu í Gamla bíó stigu þau inn í tímavél sem fluttu þau til Reykjavíkur í byrjun 20. aldar. Flytjendur voru í hlutverkum staðarhaldara Gamla bíó, þjónuðu til borðs og léku í kringum áheyrendur sem nutu matar, drykkjar, söngs og hljóðfæraleiks fram eftir kvöldi.
Bjarni Thor Kristinsson - Leikstjóri
Gísli Jóhann Grétarsson - Stjórnandi
Unnsteinn Árnason - Guglielmo
Eggert Reginn Kjartansson - Ferrando
Kristín Sveinsdóttir - Dorabella
Lilja Guðmundsdóttir - Fiordiligi
Jón Svavar Jósefsson - Don Alfonso
Jóna G. Kolbrúnardóttir - Despina