Back to All Events
Um viðburðinn
Nýstofnaður kvartett, Vinakvartettinn, syngur vel valin íslensk og þýsk sönglög. Á dagskránni verða bæði einsöngslög í bland við dúetta og kvartetta. Meðal þeirra verka sem flutt verða eru:
Söngperlur eftir Jórunni Viðar, Eyþór Stefánsson og Sigvalda Kaldalóns
Spænskur ljóðaleikur (Spanisches Liederspiel, Op. 74) eftir Robert Schumann
Tveir kvartettar, Op. 112, eftir Johannes Brahms
Íslenskir kvartettar, Morgunn eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Þrjú ljóð fyrir loftslagið eftir Helga R. Ingvarsson
Ekki verður gert hlé á tónleikunum og standa þeir yfir í rúma klukkustund.
Við hlökkum mikið til að sjá ykkur og lýsa upp skammdegið með fallegri lifandi tónlist.