Guðbjartur Hákonarson

Fiðluleikari

Guðbjartur stundar meistaranám í fiðluleik við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn hjá hinum margverðlaunaða fiðluleikara Peter Herresthal. Áður hafði hann lokið bakkalárnámi frá Indíana University, Jacobs School of Music, í Bandaríkjunum, þar sem kennarar hans voru Sigurbjörn Bernharðsson og Prof. Mauricio Fuks. Guðbjartur hefur komið fram sem einleikari og kammermúsíkflytjandi víðsvegar um Bandaríkin og á nokkrum stöðum í Evrópu, ma. öllum Norðurlöndunum. Í Kaupmannahöfn hefur hann samhliða náminu spilað með hljómsveit Konunglegu dönsku óperunnar, bæði sem fiðlu- og víóluleikari. Hann hefur einnig lagt stund á barrokkfiðluleik hjá Stanley Richie. Í Bandaríkjunum stofnaði hann strengjakvartettinn Von sem spilað hefur víða þarlendis og unnið til fjölda verðlauna. Guðbjartur hefur spilað einleik með Sinfóníuhljómsviet Íslands, sem sigurverari í keppninni „Ungir einleikarar“. Hann er einn af stofnendum kammerhljómsveitarinnar Elju og 2021 hlaut hann Íslensku tónlistarverðlaunin með barokkbandinu Brák fyrir viðburð ársins í flokknum Sígild- og samtímatónlist: Brák og Bach. Hann er einnig víóluleikari Strengjakvartettsins Resonans í Kaupmannahöfn.

Previous
Previous

Pétur Björnsson

Next
Next

Jacek Karwan