Ragnar Pétur Jóhannsson
Bassi
Ragnar Pétur Jóhannsson bassasöngvari hefur lært söng í tónlistarskólanum í Reykjavík og í Listaháskóla Íslands. Hann lék í tveimur uppsetningum með stúdentaleikhúsinu, Öskufall undir leikstjórn Tryggva Gun Rafns narssonar og Meinvillt unnið upp úr Saved eftir Edward Bell undir leikstjórn Vignis Valþórssonar. Hann söng í þremur óperum eftir Þórunn Guðmundsdóttur þegar hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 2014 – 2017. Árið 2018 söng hann í djassóperunni „Trouble in Tahiti“ eftir Leonard Bernstein undir leikstjórn Pálínu Jónsdóttur. Einnig söng hann í Óperunni Fuglabjargið eftir Birni Jón Sigurðsson undir leikstjórn Hallveigar Eiríksdóttur í Borgarleikhúsinu árið 2021. Ragnar er einn af þremur stofnmeðlimum Sviðlistahópsins Óður og hefur hann með þeim hópi sungið hlutverk Dulcamara í Ástardrykkinum eftir Donizetti árið 2022 og hlutverk Don Pasquale í óperunni Don Pasquale eftir Donizetti, árið 2023. Hann fór með hlutverk Bísjú í óperunni Póst-Jón sem var frumsýnd mars 2024.