Back to All Events

Vinakvartettinn: Endurreisn og samtíminn

Vinakvartettinn er nýlega stofnaður klassískur söngkvartett af fjórum vinum, Eggert R. Kjartansson tenór, Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran og Unnsteinn Árnason bassi, sem stunduðu saman nám í Vínarborg. Vegna fjarveru Unnsteins mun Pétur Oddbergur Heimisson syngja með kvartettnum að þessu tilefni. Á tónleikunum flytur kvartettinn íslensk samtímaverk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Helga Rafn Ingvarsson ásamt sálmum og þjóðvísum í útsetningum Hildigunnar Rúnarsdóttur og Báru Grímsdóttur. Einnig munum við flytja Madrígala frá endurreisnatímanum. Tónlistin verður öll flutt án hljóðfæraleiks og fá því áheyrendur að hlýða á þessar ólíku raddir fléttast saman í hlýjan samhljóm í Skálholtskirkju. Vinakvartettinn er nýlega stofnaður klassískur söngkvartett af fjórum vinum, Eggert R. Kjartansson tenór, Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran og Unnsteinn Árnason bassi, sem stunduðu saman nám í Vínarborg. Vegna fjarveru Unnsteins mun Pétur Oddbergur Heimisson syngja með kvartettnum að þessu tilefni. Á tónleikunum flytur kvartettinn íslensk samtímaverk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Helga Rafn Ingvarsson ásamt sálmum og þjóðvísum í útsetningum Hildigunnar Rúnarsdóttur og Báru Grímsdóttur. Einnig munum við flytja Madrígala frá endurreisnatímanum. Tónlistin verður öll flutt án hljóðfæraleiks og fá því áheyrendur að hlýða á þessar ólíku raddir fléttast saman í hlýjan samhljóm í Skálholtskirkju.

Previous
Previous
February 10

Með hækkandi sól - Sönglög í Sigurjónssafni

Next
Next
October 26

Cosi fan tutte - Óperukvöldverður í Iðnó.