Hanna Ágústa Olgeirsdóttir

Sópran

Hanna Ágústa Olgeirsdóttir er fædd árið 1996. Hún hóf fiðlunám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar 5 ára gömul, en þar stundaði hún einnig söngnám hjá Birnu Þorsteinsdóttur og Theodóru Þorsteinsdóttur. Haustið 2012 hóf Hanna nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Kristni Erni Kristinssyni. Þar tók hún þátt í uppfærslum nemendaóperunnar, ásamt því að vera formaður nemendafélags skólans 2015-2017. Vorið 2016 hlaut Hanna styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar til náms í Söngskólanum, þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2017. Hanna lauk Bachelornámi undir handleiðslu Prof. Carola Guber í tónlistarháskólanum Felix Mendelssohn Bartholdy í Leipzig sumarið 2022. Í Þýskalandi hefur hún tekið þátt í fjölda uppsetninga og tónleika á vegum skólans sem og utan. Í febrúar 2021 hlaut Hanna styrk úr minningarsjóði Heimis Klemenzsonar. Í byrjun árs 2022 fór Hanna í starfsnám í óperuleikstjórn hjá leikstjóranum Susanne Knapp í Mittelsaechsisches Theater, þar sem hún stökk einnig inn í vegna forfalla og söng hlutverk Norinu, ásamt því að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum Ungra Einleikara í maí en hún var ein þeirra sem bar sigur úr býtum keppninnar 2021.

Previous
Previous

Áslákur Ingvarsson