Eggert Reginn Kjartansson
Tenór
Eggert Reginn Kjartansson hóf söngnám árið 2007 við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Þórunni Guðmundsdóttur. Árið 2013 fluttist hann til Vínarborgar þar sem hann hélt áfram tónlistarnámi við Musik und Kunst Privatuniversität der stadt Wien undir leiðsögn Uta Schwabe hann svo útskrifaðist haustið 2018. Hann tók þátt í ýmsum uppfærslum í skólanum t.d. sem Pygmalion í "Die Schöne Galatee" (Suppé), St. Brioche í "Die Lustige Witwe" (Lehár), Baron Adolph von Reintal í "Die Opernprobe" (Lortzing). Veturinn 2019 ferðaðist hann um Austurríki og Þýskland og sýndi óperettuna "Gräfn Mariza" (Kálmán) þar sem hann fór með hlutverkið Baron Koloman Zsupán. Eggert hefur einnig sungið tenórsóló í Messías eftir Händel, Magnificat og H-moll messu Bachs og 9. sinfóníu Beethovens. Undan ár hefur hann einnig tekið þátt í barnaútgáfum af hinum ýmsu óperum í leikhúsinu í Baden bei Wien eins og "Der Freischütz" (Weber) sem Max, Belmonte í "Die Entführung aus dem Serail" (Mozart) og Alfredo í "La Traviata" (Verdi). Hann söng einnig í kórnum í fyrrnefndu leikhúsi áður en hann fluttist svo aftur til Íslands vorið 2021. Hann fór svo með hlutverk Ferrandos í "Cosi fan tutte" (Mozart) í fyrstu uppfærslu Kammeróperunar í Iðnó í október 2022.