Anna Elísabet Sigurðardóttir

Víóluleikari

Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóluleikari, fæddist árið 1997 í Reykjavík. Hún heillaðist að hljómi víólunnar á hljóðfærakynningu í Tónlistaskóla Kópavogs þegar hún var 8 ára og þá var ekki aftur snúið. Fyrstu árin lærði hún hjá Ásdísi Runólfsdóttur og lauk síðan framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Þórunnar Óskar Marinósdóttur árið 2017. Vorið 2022 lauk hún meistaragráðu frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði hjá Tim Frederikssen og Magda Stevensson.

Síðasta starfsár var Anna á samningi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt því að kenna í Tónlistarskóla Kópavogs. Anna er meðlimur kammersveitarinnar Elju og kemur reglulega fram með ýmsum kammerhópum. Hún hefur komið fram á ýmsum tónleikaröðum og þar má nefna Sígilda sunnudaga, Tíbrá, Feima, Reykjavík Classics og á Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Anna hefur spilað sem gestur með Kammersveit Reykjavíkur​ og CAPUT auk þess að spila reglulega með Fílharmóníunni í Kaupmannahöfn og Reykjavík Recording Orchestra.

Anna spilar á víólu smíðaða af Yann Besson árið 2011.

Previous
Previous

Steiney Sigurðardóttir

Next
Next

Baldvin Ingvar Tryggvason