Steinunn Vala Pálsdóttir
Flautuleikari
Steinunn Vala Pálsdóttir hóf nám á flautu 7 ára gömul hjá Margréti Stefánsdóttir við Tónlistarskóla Kópavogs. Síðar lærði hún undir handleiðslu Guðrúnar S. Birgisdóttur við sama skóla og útskrifaðist svo með framhaldspróf 2011. Steinunn hóf nám við Listaháskóla Íslands haustið 2011 hjá Martial Nardeau og lauk þaðan Bakkalárgráðu vorið 2014. Hún lauk Mastersgráðu frá Musikhögskolan i Malmö, Lunds Universitet vorið 2017. Steinunn tók þátt í upptökum á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, ásamt flautuseptettinum viibra og hefur í kjölfar plötunnar fylgt henni á mörgum tónleikaferðalögum víðsvegar um heiminn. Hún hefur tekið þátt í fjöldamörgum verkefnum frá útskrift og spilar reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput hópnum og kammersveitinni Elju.